Fender Twin Reverb Ég var núna á dögunum að kaupa þennan Fender Twin Reverb(haus)100W lampa.
Samkvæmt því sem ég hef heyrt að þá er hann 1976 módel og var upprunalega combo magnari en svo seinna breytt í haus. Ætlunin er að fá fagmann til þess að kíkja á hann, skipta um lampa, gá hvort það þurfi að skipta um þétta, potta og allt það dæmi. Svo stefni ég á að sparsla í allar rifur og sprungur á timbrinu til þess að fá slétta og fallega áferð á honum og svo sprautu lakka eða mála hann.

Ég er sjálfur hæst ánægður með kaupin og svo sér maður bara til hvort maður haldi þessum eða selji hann, í rauninni er þetta of stór magnari fyrir mig en ég sé bara til hvað ég geri.


Hægt er að sjá fleiri myndir af honum hér:

http://picasaweb.google.com/svanlaugerla/MagnariTilSolu03#

Kv. Flixte