
Miðja: Fender Presicion bass gerður 1962 í Ameríku. Pabbi á þennan líka og er þetta hans uppáhalds hlutur. Hef ekki fengið að spila mikið á hann en samt sem áður mjög góður í spilun og fallegasti bassi sem ég hef séð.
Hægri: Mighty mite bassi sem minnir allra mest á jazz bass með bright soundi. Hann lá lengi hálslaus heima en svo fann ég fender jazz háls hér á huga á hefur hann reynst vel. Þótt að hálsinn sé frá 2006 minnir mig og bassin frá 86 er þetta súper combo.
Svo fékk ég Peavy magnarann frá mömmu og pabba í jólagjöf og hinn er polystone magnari sem hefur reynst pabba vel í meira en 20 ár. Þó hann sé lítill leynir hann fáránlega á sér.