Jæja, eftir nokkura mánaða veseni með hálsa, tunera og slíkt er tele-inn minn loksins orðinn að áspilanlegum gítar. Af því tilefni tók ég smá photo session.. ;)
Einn kunningi minn sem er gítarsmiður fór yfir hann allann, stillti truss rodið og actionið, þannig að það er mjög þægilegt að spila á hann. Líka virkilega gott sustain og “timbre” í honum.
Pickuparnir í honum komu líka á óvart, mun betri en ég hélt, mjög skemmtilegt “twang” í brúnni.
Allt í allt er ég mjög sáttur með útkomuna, sérstaklega af því að kostnaðurinn við hann var mjög lítill miðað við allt, fór ekki yfir 30þ kallinn..