Fender VibroKing úr Fender custom shop.
Liturinn er Blonde tolex.
2x JJ 5881 í kraftmagnara
3x NOS tungsol í formagnara
1x el84 fyrir reverbið
2x NOS tungsol fyrir tremoloið
3x “10 Alnico reissue ”blue frame“ speakers
60w into 2ohm
Ekki má gleyma að það er basically eitt stykki ´63 fender reverb unit, innbyggt í kvikindið :)
Headroomið í þessum magnara er gígantískt og sándið ólikt öllu öðru sem ég hef spilað í gegnum.
Reverbið er gersamlega to die for, og tremoloið mjööög vintage… ekki fyrir alla þar sem það er frekar frumstætt;)
Ég ætlaði ekki að trúa hversu gífurlega kraftmikill þessi magnari er, sérstaklega þar sem hann skartar ”aðeins" 3 tíu tommum.
Ef ég hækka hann eitthvað mikið meira en 3 á volume-inu, þá fer ég að yfirgnæfa trommarann :D
Eitt sem er mjög spes við þennan magnara, er það að volume-ið kemur á undan EQ tökkunum á rásinni, þannig að EQ takkarnir eru basically master volumes í stað þess að breyta tíðninni.
Ég get t.d lækkað alla EQ takkana í minnsta, hækkað svo volume-ið í botn og set svo EQ á 1-2, sem gerir það að verkum að ég er kominn með urrandi lampa overdrive á þolanlegu volume-i.
Ótrúlega fjölhæfur miðað við magnara með eina rás.
Svo best sem ég veit, þá er þetta eini magnari sinnar tegundar (og hvað þá í blonde tolex sem er miklu sjaldgæfara) hér á Íslandi. Ég veit að það er einhver sem hefur smíðað svona gaur, hér á fróni, en þetta er víst sá eini sem hefur komið original frá fender custom shop, hingað til lands. (correct me if I´m wrong)
Endilega slettið á mig spurningum:)
Einnig hefur effectabrettið tekið smá stakkaskiptum.
Holy grail
Seymour D - Deja-vu delay (nýr)
Peterson - strobo stomp II tuner
Sweetsound - Mojo Vibe
MXR - CEA boost/overdrive (nýr)
Zvex - Mastotron
Way Huge - Swollen Pikkle Jumbo Fuzz (nýr)
MJM - London Fuzz
Kv
Gunni Waage
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~