nei ég er ekki hardcore proggari sko ;/ bara hef hlustað á margt af þessu alla ævi utaf pabba ;D er samt persónulega meira fyrir tool eða þ.e.a.s. progressive metal þegar það kemur að prog tónlist
Já 80's stuffið hjá Genesis er jafn slæmt og hjá Yes. Gentle Giant gerðu hins vegar 11 sólóplötur og eru þær allar keisaralegar! Svo útpæld tónlist að þú getur hlustað á þetta aftur og aftur. Samt erfitt að bera t.d. Gentle Giant og Yes saman þar sem þeir spila alveg sitthvora tegund og prog tónlist.
Já satt. er tildurlega nýbyrjaður að hlusta á Yes, fékk Fragile á vínyl og átti basicly ekki von á miklu, en andskotinn sjálfur hvað þeir eru magnaðir ! ótrúlega þéttir.
Haha já geðveik plata. Finnst samt ótrúlegt að þú hafir ekki átt von á miklu. Fínasta og vandaðasta rokkband sem uppi hefur verið. En já, ef þú ert búinn að stúdera Fragile í gegn þá áttu að fara beint í Close To the Edge…búðu þig undir plötu sem ætti að breyta lífu þínu þ.e.s.a ef þú spilar á hljóðfæri;)
Hahaha :D já ástæðan fyrir því að ég átti ei von á miklu var því að ég byrjaði á að hlusta á 80's stuffið og svona mín fyrstu kynni á jon anderson var einhvað huuundleiðinlegt lag með Mike Oldfield sem jon söng á. júbb júbb ég spila á hljóðfæri og nú ætla ég að drulla mér að hlusta á Close To The Edge ! :D
Hehe, hef reyndar ekki heyrt þetta lag með Jon og Mike Oldfield en get vel trúað því að það sökki. En lögin sem hann syngur við tónlist Vangelis er stórkostleg!
Já Close To the Edge.Getur byrjað á hlusta á sjöttu mínútu í titillaginu og þá sérðu hvað bíður þín:)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..