Ég prófaði hann áðan í gegn um græjurnar sem eru á bakvið hann á myndinni, þetta er 5 vatta Gretsch Electromatic lampamagnari sem ég tengdi í Marshallbox með 4 Celestion Greenback hátölurum, ég var með Boss DS-1 distortionpedala með bjögunina á svona 1/3 af því sem hann býður uppá svona rétt til að bæta örlitlum skít í sándið og hljómurinn var svona eins og beint af blúsplötu frá í kringum 1960, það er frekar lítið sustain í þessum gítar en samt alveg nóg, það er mjög smart sánd í þessum furðulega útlítandi pickuppum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.