Þetta er fyrsti og uppáhalds rafmagnsgítarinn minn. Gibson SG-X 1999 model. Sagan á bak við þennan er sú að þegar það átti að ferma mig var manni lofað rafmagnsgítar sem maður mátti velja sjálfur. Pabbi og ég tókum okkur sér ferð suður til að velja einn slíka.
Fyrst förum við í rín og mér langar feit í einn SG. fjármagnið hans pabba var svona 60 þús kall. Þar var einn Epihpone Sg man ekki nákvæma týpu en hann kostaði 60 þús ég fékk að prófa hann og ég sagði bara piff það var skítur og lagði hann frá mér. Svo sá ég þennan og bað svona upp á djókið að prófa hann. Stax og ég fékk hann í hendurnar vissi ég að þetta var bara einn af þeim bestu gíturum sem ég hef prófað en pabba þótti fáranlegt að kaupa notaðan gítar. Þannig hann sagði að við ættum að skoða í aðrar búðir. Ég prófaði marga gítar fender deluxe mim og esp/ltd Viper og mörg eðal hljóðfæri en ekkert var rétt þannig pabbi féll á þennan.
þessi gítar er einstakur fyrir gibson því hann er með 24 bönd jumbo og tilfinninginn á hálsinum er ekki eins og flestir SG gítarar margir hafa sagt að hálsinn er það sem gerir þennan gítar einstakan og ég tek undir það. Hann er fjólublár og með sex pistols límiða á sér því það stendur tommy hifigher á búknum en mér er reyndar alveg sama því þetta er reyndar það góður gítar. og mér finnst hann reyndar töff sjálfur ;D
en já þetta er mjög góður pickupp fínn í tónlistina sem ég spila og blues og virkar í mörg tónlistarsvið.
gaman að minnast á það að ég held að þessi gítar er sá eini sinnar tegundar á íslandi.
þeir voru framleyddir í limited útgáfum sumarið 1999-2000 skilst mér.
Búkurinn og háls er mahony, set nec rosewood fingraborð, man ekki hvernig brigepickupp er í gítarnum, tune o matic brige, einn volium og einn tone og spil coul swicht.
danke
Shed