Mér finnst algjörlega óskiljanlegt hversvegna nokkurn langar í þessa myndskreyttu dean gítara, mér finnst þeir líta út eins og eitthvað teiknimyndadrasl sem ætti heima hangandi framaná Bratz dúkkum.
Ég játa það reyndar að ég hef aldrei prófað svona gítar og kannski myndi mér finnast frábært að spila á svona og þá skiptir í rauninni engu hvernig gítarinn lítur út þannig séð.
Mér finnst Floyd Rose tremelókerfi líka vera svo rosalega eighties eitthvað, ég hef aldrei náð sambandi við svona dæmi, þetta kom á markaðinn á sama tíma og allir viðbjóðslegu bleiku Kramergítararnir í kringum 1980, þá hlupu gaurarnir með sítt að aftan til og seldu gítarana sína fyrir klink til að kaupa svona bleikar metalspýtur með einum humbucker og floyd rose fyrir morðfjár, nú eru þeir heppnir ef þeir geta selt þessa metalfleka sína fyrir 15.000 kall.
Þetta Dean dót öskrar bara glamrokk á mig, þetta er of eitthvað skrautlegt til að nota í hefðbundið þungt rokk nema þú viljir láta hlæja að þér á sviði, ef áhugasviðið þitt í tónlist nær frá ca Europe og að Whitesnake þá er þetta alveg græjan fyrir þig en þetta flamejobb er of kjánalegt fyrir td Amon Amarth eða Slayer, Dimebag Darrel blessuð sé minning hans reykti of mikið hass og horfði sennilega á cartoon network 24/7 og þessvegna líta gítararnir hans út eins og geimverubrundur, hann var nógu góður gítarleikari og nógu mikill frumkvöðull til þess að það var ekki hlegið að honum þó hann væri með kjánalega útlítandi gítar, við hin ættum samt bara að halda okkur við eðlilega útlítandi hljóðfæri.
En til hamingju, ef þú heldur í þennann gítar þá áttu allavega eitthvað sem börnin þín geta hrist hausinn yfir og hlegið að einhvern daginn.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.