Ég er hérna með algerann gullmola í höndunum, sem góður félagi minn lánaði mér í smá tíma, til að leika mér að.
Það kannast flestir við Woolly Mammouth fuzzinn frá Z.vex. En þessi er aðeins frábrugðinn.
Þessi mammouth er custom painted og signed by Z.vex sjálfum. Einnig notaði hann aðeins öðruvísi og vandaðri íhluti í gripinn sem gerir gripinn algerlega einstakann í sinni röð. 1 of 1 made!!!
Z.vex gerir ekki mikið af því að búa til svona extra spes custom gaura, þannig að það er manni mikill heiður að handleika og spila í gegnum þennan gaur.
Svo að sándinu. HELL YEAH, THIS THING IS HUGE!!!!
Ég er búinn að vera að leita mér að Fuzz/distortion í smá tíma núna, til að nota sem “stóra sándið” í settuppinu mínu, til að nota í “blast” kaflana ef svo mætti segja og ég hélt að ég hefði fundið það sánd í Z.vex Mastotron fuzzinum mínum…. en óóónei, þessi gaur blastar alla power-fuzza og distortion pedala out there!!!
EQ og pinch takkarnir eru ekkert smá fjölbreyttir og hjálpa þessum ótrúlega fuzz að kötta í gegnum hvaða mix sem er.
Svo er fuzz magnið í þessum pedal alveg suddalega MIKIÐ OG STÓRT. Þó svo að maður sé með fuzzið í minnsta, er maður að fá hardcore flott sánd.
Sándið í Woolly Mammouth er alveg sér á parti, enda upphaflega hannaður fyrir bassa, en sándar SICK á gítar líka.
Þá er það ákveðið. Um leið og ég mun hafa efni á WM mun ég stökkva á tækifærið og eignast eitt stykki, sama hvað hann mun kosta.
Á myndunum sem fylgja með í linknum sjáið þið paintworkið betur og sjáið líka þar sem stendur “1 of 1” og signed by zvex og myrold.
Z.vex sjálfum finnst doldið skondið hvað önnur fyrirtæki halda mikið upp á “anniversarys” og þannig umstang, þannig að hann heldur uppá anniversary á hverju ári :) (sjá mynd þar sem 14 ára anniversary límmiði er á kassanum) hehe.
Einnig má til gamans geta að þessi félagi minn á líka “Box of Rock” custom útgáfuna (1 of 1)
já, fjör í þessu:)
kv Gunni
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~