Ákvað að smella einni mynd af Explorernum mínum sem ég keypti notaðan hér af Huga fyrir mörgum mánuðum síðan… Alltaf langað í Explorer og hef alltaf fílað 1958 Korina look-ið… Var því ekki lengi að skella mér á þennan þegar hann bauðst…
Eins og með flesta Epiphone-a þá voru pickuparnir ekki að gera góða hluti og tók ég mig til núna um daginn og skellti í hann Seymour Duncan Alnico Pro II í bridge og Seymour Duncan ´59 í neck… báðir pickupar keyptir notaðir hér á huga… :) Allt annað sánd í kvikindinu núna…
Var skeptískur fyrst á að vera með pickupana svona opna sérstaklega annan með zebra look-i en ég er farinn að fíla þetta svona…
Endilega comment-ið hvort ég eigi að henda gull cover-unum á pickupana eða halda þessu svona…
Ætla síðan að skella mynd af Fender gítörunum mínum þegar ég er búinn að taka einn Strat-inn minn í gegn…