ég skora á stjórnendur að endurskoða þetta myndakerfi hérna, þegar fólk er að senda myndir af græjunum sínum til að sýna öðrum þá er það alltaf ógeðslega lengi á leiðinni og alltaf eitthverjar rugl myndir af netinu að komast á undan þeim? ef eitthverjir vilja skoða eitthverja hammondara af hverju þá ekki bara að google-a ‘'hammond players’'…
Af því að ef þeir myndu gúgla “hammond players”, þá er ekkert víst að þeir lendi á þessum töppum. Þeir kanski lenda á einhverjum vitleysingum og missa algjörlega áhugann á þessu yfirnáttúrulega hljóðfæri. .. En hér sjá þeir þessa spaða og hugsa kanski með sér: “hmmm.. ég hef aldrei heyrt um Joey Defrancesco.. best að athuga málið á youtube!” .. Og þá sjá þeir myndbrot af þessum snilling og heillast um leið bæði af spilamensku mannsins og hljóðfærinu sjálfu og gerast kanski hammondleikarar sjálfir og búa til yndislega tónlist sem mun svo gleðja hjörtu fjölda manns víð og dreif um jarðkringluna ! :D
..Þú hafðir kanski ekki hugsað þetta svona!
.. En ég mæli eindregið með því að þú og aðrir hugarar fari á youtube.com og tékkið á Joey Defrancesco tríóinu sérstaklega.. Einn uppáhalds hammondleikarinn minn :D
Bætt við 29. apríl 2009 - 21:49 .. plús það að þetta er geðveik mynd af meisturunum við þessi geðveiku hljóðfæri!
var eimmit að pæla í svona fargangsröðun mynda. setja bara myndir af hljóðfærum notenda fyrst en þegar ég og samstjórnandi minn töluðum saman um þetta sagði hann me´r að þetta hafði verið þannig einu sinni en þá í raunni gleymdust gamlar myndir og rugl. það er bara fyrstur kemur fyrstur fær, allt er tekið í réttri röð.
Þessi mynd fannst mér damt á mörkunum að samþykkja… ég vill persónulega fá betri lýsingar á myndefninu. myndbönd og linkar eru alltaf stór plús.
Biðtíminn er í dag 4 dagar, sem er langt frá því mikið m.v. sum áhugamál. Ef hann fer að nálgast vikuna má alveg íhuga það að samþykkja einhverjar netmyndir án þess að þær hvíli á forsíðu, eins og gert var hér áður fyrr, en á meðan hann er ekki meiri en þetta er það bara fyrstur kemur, fyrstur fær og ca. sólarhringur á mynd á forsíðu.
Þetta eru náttúrulega snilldar spilarar sem og hljóðfæri þeirra. Djöfull þoli ég samt ekki myndbandið á youtube þar sem Joey, Lonnie og einhver sköllóttur gaur taka ‘The Cat’ eftir Jimmy Smith. Ég hata sköllótta gaurinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..