
Það er volume-takki fyrir hvorn pickup en þriðji potturinn er bara til sýnis(þannig að það er ekkert tone), því að ég var orðinn svo pirraður yfir lóðningunni því ég fann ekki teikningu á netinu fyrir 3 átta fender switch fyrir humbuckera fyrr en eftir klukkutíma leit. Gítarinn hljómar eins og villisvín með þessa pickuppa og þeir sem voru á músiktilraunum geta staðfest það :D
Ég er að pæla í því hvort ég ætti að fá mér nýjan háls, en þar sem þessi háls er ótrúlega góður þá tími ég því ekki alveg. Benda má á að gítarinn er búinn til úr furu sem gefur soldið skrítið sound úr búknum. Síðan setti ég málningartape og skrifaði vel valin orð á það :D