Jæja, hér koma svör við spurningum.
vodkaa
ertu með eittvherja menntun fyrir þetta, t.d rafmagnsverkfræði?
Já ég er rafvirki og að verða rafeindavirki. Ég gerði þennan magnara sem lokaverkefnið mitt.
Leak
Mjög áhugaverður gripur! Hvar keyptirðu efnið í hann? Fékkstu það allt frá einum seljanda eða keyptirðu það hér og þar? Hvar léstu gera merkinguna fyrir stjórnborðið, þar sem stendur “by Karl Friðrik”? Hvaða teikningu notaðirðu? Viltu senda mér link á hana? Hver var efniskostnaðurinn?
Þetta er margar spurningar en gaman væri að fá svar við þeim öllum :)
Ég keypti efnið úr öllum áttum. Boxið og hausinn fékk ég frá Brandon hjá Bludotone en ég fékk box frá honum með engri merkingu sem hann lét gera auka. “Overdrive Special by Karl Fridrik” er bara límmiði.
Íhlutir eru frá Miðbæjarradiói, Mouser, Antique elctronic supply, Apex Jr. Spennar eru sérpantaðir frá Heyboer.
Teikningin er eitthvað sem ég á ekki á tölvutæku eins og er, það er til margar teikningar af Dumble rásunum en engin er pottþétt. Ég á handteiknaða teikningu af þessum en er ekki enn kominn með hana á tölvutækt. Efni
Efniskostnaðurinn er kominn langt upp fyrir það sem ég reiknaði með, 200þ++.
Supersonic
Þvílík vandvirkni! Stefnirðu á að smíða magnara fyrir aðra í framtíðinni?
Já ég stefni á að kaupa efni í 10 magnara seinnihluta ársins og jafnvel í fleiri ef einhver áhugi liggur fyrir. Nú þegar eru 2 spoken for.
Skoorb
Hvað er mikið tollur á svona kit hingað kominn ?? Var að spá í svona um daginn en var ekki buinn að hringja í tollinn til að fá að víta hvernig þetta flokkast.
Þetta er keypt í kitti. Ceriatone Overtone Special er frekar langt frá þessum hvað varðar gæði íhluta.
http://kennarar.2t.is/vgv/vefur/Skrufa/Skrufudagar.wmvHérna er video af magnaranum þegar hann var sýndur í skólanum um daginn. Ómar Guðjóns spilaði og var þarna að nota clean rásina og einhverja effecta súpu þannig að þetta er kannski ekki gott til að sýna soundið frá tækinu. En magnarinn verður líklega kynntur frekar á næstunni ef allt verður að óskum og ég skal auglýsa það hérna þegar þar að kemur.
Bætt við 30. mars 2009 - 10:40 Vantar orðið “ekki” í svarið til Skoorb.