Annar er Epiphone goth gítar sem ég hef átt um þónokkurn tíma og var ég orðinn half leiður á stöðugu svörtu útliti, svo ég keypti hvíta plötu, sagaði og pússaði og lét svo grafa í hana þjófstaf og finnst mér þetta hafa heppnast mjög vel, Einnig hef ég skipt um pickuppa í honum og eru þeir Emg 85 og 81 ef ég man rétt og ekki er nu verra soundið í honum fyrir það.
Hinn er washburn sem er fyrsti rafmagnsgítarinn, hann var alveg svartur og málaði ég hann uppá nýtt og krotadi á hann líka og setti svo seymor duncan 59'model humbucker í hann og soundar hann alveg æðislega.
Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst.