Jæja…
Gítarar: (frá vinstri)
Ibanez RG2620 nota hann mest, Æðislegur gítar!
Washburn fyrsti gítarinn minn,
Jackson Randy Rhoads JS30RR sem ég keypti bláann hérna á huga og spreyjaði hann svartann, ætla svo að setja dimarzio pickupa í hann.
Kassagítarinn er Ibanez Aw120ec! Ótrúlega góður gítar.
Vantar einn gítar á myndina, klassískur Landola, mjög fínn.
Effectar: (frá vinstri uppi)
Behringer ab100,
Zoom GFX-3,
Randall pedal fyrir magnarann,
Korg AX3000G toneworks,
Dime Crybaby wah-wah.
Hentar allt mínum þörfum. Fyrir utan að ég væri til í að eiga ab switch í stereo!
Effectabrettið/taskan:
Smíðaði ég sjálfur því ég þurfti að fá þetta Xtra stórt. Betra að hafa pláss fyrir nýja effecta líka seinna. Svo fer rafmagnið allt í einn rofa sem kveikir á öllu dótarí-inu. Þægilegt að ferðast með hana og allt er bara á sínum stað. Hún er mjög sterk og mun ódýrara að smíða þetta sjálfur.
Annars ef ég fer eitthvað lítið að þá kippi ég bara korg-inum með.
Magnari:
Randall RG100G3plus Mjööög góður magnari.