Nice, ætlaði alltaf að kaupa mér Traben bassa þeir eru geðveikir! (Þó ég spili nú ekki mikið á bassa) Flott stæða líka, vissi ekki að Behringer væru með 8x10.
Hversu leiðinlegt er samt eiginlega að ferðast um með ísskápinn? Get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað gaman að kíkja með hann uppí stúdíó og til baka eða tónleika og svona.
Það er búið að vera óvenju lítið mál að færa hann þökk sé því að gítarleikarinn í bandinu er á station bíl og mest alt af græunum okkar fittar inní hann, síðan eru hjól aftan á skápnum, lítið mál fyrir einn mann að ýta honum til á jafnsléttu.
Já, var með þeim fyrstu til að kaupa einn þegar þeir voru settir í sölu á Music123, þá var bara þetta módel til og þeir voru á lágu kynningar verði þannig að ég fékk hann ódýrt.
Elska þennan bassa, sá besti sem ég hef komist í tæri við, soldið þungur (ekkert sem góð ól reddar) en hálsinn er mjög nettur, mjög sérstakt hljóð í þeim og ekki skemmir hvað þeir eru djöfulli sexý!
næser félagi stórkostlega girnileg stæða!!! ég er að spá í að fá mér stæðu núna bráðlega og var að pæla í 4x10 en það er mjööög freistandi að splæsa í 8x10… hvert mundi þitt álit vera á muninum á 4x10 og 6x10/8x10?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..