Jæja, hef lengi langað að fá mér svona pedala og svo loksins gafst mér tækifæri á að fá svona á ótrúlega góðu verði. Keypti þá af Bloodbath hérna á huga og ég er að fíla þá í drasl.
Tja, það fer eginlega bara eftir því hvernig maður stillir þá. Meira power = Minni hraði Meiri hraði = Minni hraði. Ég kýs bara milliveginn :) Þannig að jú það mætti kannski vera meira power í honum en það er ekki það lítið að það heyrist ekkert.
Mér finnst hann t.d. viðhalda kraftinum miklu betur í hraða heldur en gömlu pearl pedalarnir.
Tæknin hjá mér hefur allavega ekki tekið neinum rosalegum breytingum. Munurinn á þessum pedal samt er að maður þarf að vanda sig mikið meira við að spila þétt. Sérstaklega þegar maður er að spila hægan double bass. Það er mjög góður kostur því að því lengur sem maður spilar á svona pedal því meiri stjórn hefur maður á því sem lappirnar gera.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..