Stratocaster smíðaður af Gunnari Erni Hér má sjá nýja Stratinn minn sem Gunnar Örn gítarsmiður og kótilettubartasafnari með meiru, smíðaði :)

Stratinn, eða “Hvíti einhyrningurinn” eins og ég kalla hann, er hlaðinn Seymour Duncan antiquity pickuppum, sem í bland við gítarinn sjálfann, hljóma alveg guðdómlega!

Þetta er án efa besti gítar sem ég hef spilað á frá honum Gunnari Erni og já, eiginlega besti Stratocaster sem ég hef nokkru sinni komist í tæri við!

Ég er gersamlega í skýjunum yfir þessum gítar og er að spá í að skrá okkur saman í sambúð og svo um kvöldið munum við………eða nei,kannski of miklar upplýsingar :D hahaha.
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~