jabb ég hélt að það væri kominn tími til að setja nýja mynd hingað inn svo ég skelli þessari bara.
Þetta er sem sagt nýji gítarinn minn brownsville new yourk the bat gítar. Fékk hann á 2 kassa af bjór frá félaga mínum fyrir svona mánuði síðan. Þegar að ég fékk hann var hann brotinn þarna sem rauði hringurinn er og var kol svartur og illa farinn. hann er 24 banda “jumbó” með leðurblöku inle, mahony búk og háls. Rósaviður í fingraborðinu. brige pickupp og bolt on háls
Þegar að ég fékk hann setti ég nýtt horn þar sem hann var brotinn. Spreyjaði hann fyrst hvítan svo svartan á hliðarnar, sem hefði mátt takast betur. Rafkerfið er ennþá ótengt er enn að bíða eftir nýju innputti og svo er hann bara klár í spilun
Mér hefur verið sagt að þessi gítar var gerður í bandríkjunum en samt sem áður hef ég ekki fundið neinar almennilegar upplýingar um þessi hljóðfæri. þannig ég væri þakklátur ef þið mynduð hjálpa mér
allavegna ég vona að ykkur líki vel við mér finnst hann geðveikur í útliti og í spilun.
Ég afsaka ef ég stafsett hálf illa
kv Magnús gunna