Fékk hann fyrir hálfu ári síðan, myndin var tekin þegar hann var splunkunýr upp úr kassanum. Þetta er C1+ í Faded Cherry lit, og eins og allir svölustu gítarleikararnir þá er ég að sjálfsögðu lefty :D
Tímabundið hætti Schecter framleiðslu á lefty módelinu, en ég pikkaði hann upp á eBay eftir að hafa eytt 2 mánuðum í að leita að nákvæmlega þessu módeli.
Það er mikil saga á bakvið þennan gítar :)
Upphaflega sá ég svona gítar á music123 fyrir 3 árum síðan, ég setti eitt stykki á pöntum, beið í hálft ár en aldrei var hann In Stock. Að lokum gafst ég upp. Fyrir 7 mánuðum fór ég inn á síðu Schecter og rak augun í mynd af honum með stóru merki framan á: “Left handed model discontinued”. Ég fékk hjartaáfall þar sem ég átti ekki von á að fá tækifæri til að eignast þennan fallega grip. Ég ákvað því að gera það að takmarki mínu að finna síðasta stykkið sem ennþá væri til sölu í heiminum!
Ég hafði samband við Schecter beint, þeir sögðu mér að þeir hefðu hætt framleiðslu nokkrum mánuðum fyrr og að það væri lítill séns að finna hann ónotaðan. Starfsmaðurinn sem ég talaði við tók einhvern áhuga á málinu og nokkrum vikum seinna fékk ég e-Mail frá honum aftur, þar sem hann benti mér á að ákveðinn Schecter retailer í USA væri að losa upp lagerinn og selja hann á eBay, og þar á meðal þessa elsku. Ég var fljótur að eigna mér hann og það sem betra var fékk hann á tilboðsverði þar sem það á að vera einhver skráma aftan á honum (ég hef nú aldrei orðið hennar var).
Það er þó gaman að segja frá því að Lefty módelið er aftur komið í framleiðslu núna :)
Borgaði 380 dollara fyrir hann, list price $850, selst í netverslunum á ~$700, svo þetta var ágætis díll sem ég fékk!
Ó, og ekkert bögg með það að ég eigi að spila rétthent, annars kem ég heim til þín og lem þig með ýsuflaki! :P Ég spila betur svona, hef prófað bæði, og hvet ávallt örvhenta gítarleikara til þess að prófa þennan möguleika, þrátt fyrir að það sé aðeins erfiðara að finna draumagítarinn þinn, það verður bara skemmtlegt ævintýri að leita að honum í staðinn :)
Low Profile