Já, halló
Hér er ég með allt stöffið mitt má segja. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá græjurnar hjá öðrum og nú er málið að sýna draslið sitt.
Ef ég á að telja þetta allt upp þá er þetta semsagt frá vinstri; Peavy Bandit 112(Steve Morse spilaði á akkúrat þennan magnara þegar hann kom að kenna þegar Deep Purple kom ef ég man rétt), Boss GT-8 eðalgræja, LTD 260 með EMG pick ups keyptur af huga, mjög góður miðað við verð, svo er Apollo fermingargítarinn fyrir aftan tippexaður hvítur, gott stöff, svo á ég tæplega helming í hálfgerðu drasl trommusetti fyrir aftan og búið er að fjarlægja diskana, svo er það Marshall JCM 2000 haus og Marshall 1960A box bæði keypt notað á huga, page æfingamagnari, súper gaur, Jackson JS30RR ágætis gítar og að lokum hinn æðislegi ESP MII.
Þá er upptalningin komin, ef það eru einhverjar spurningar þá látiði bara vaða.
Einnig ef einhver hefur áhuga á t.d. Jacksoninum eða eitthvað álíka.
Annars veit ég ekki hvað á að segja meira.
Takk fyri