Bassaproject Ég ákvað að taka gamla bassann minn sem heitir Megatron og mála hann upp á nýtt.. finnst þetta koma helvíti vel út þó ég segi sjálfur frá..

Ég semsagt reif auðvitað allt hardware af honum og tók rafkerfið. Svo pússaði ég hann alveg niður, sem var frekar mikið vesen, sérstaklega þar sem að hálsinn var sprautaður líka og það var frekar erfitt að ná þessu lakki af.. þetta virkaði meira eins og þykk plastskel heldur en lakk..

Svo grunnaði ég hann með plasti-kote grunn í gær og spreyjaði svo yfir hann með plasti-kote Metal Hammer(gott nafn) spreyji sem ég fékk í Bílanaust.. Skemmtilegur sanseringar-effect sem kemur af þessu spreyji.

Svo er ég að pæla í að sprauta glæru lakki yfir nokkrar umferðir til að klára þetta. hálsinn verður svo bara natural/viðarlitaður.

Þannig að Megatron verður brátt kominn í nýtt kickass outfit.