Ég var að fá þennann magnara úr allsherjar yfirhalningu, nýjir lampar og þéttar, ný reverbpanna og allskonar smávægilegar breytingar gerðar til að gera hann “stúdíóvænni” Ég hef aldrei heyrt fallegri hreinann tón úr nokkrum magnara, svo ofboðslega mjúkur og hlýr hljómur, algjör dásemd barasta!
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Þessi verður ekki seldur, ég veit að maður á aldrei að segja aldrei en í þessu tilfelli held ég að ég geti sagt með nokkurri vissu að þessi verði aldrei seldur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Snilldar magnari…ég á alveg eins nema 1960 módel og það er reyndar búið að skipta um þétta í honum og kominn með nýja takka í stað chicken head takkanna. Ég elska magnarann minn, spurning hvort að ég setji hann ekki í yfirhalningu og skipti um lampa og læti í græjunni :)
Minn er moddaður alveg í tætlur, það er búið að setja boost takka á hann til að ná overdrivei á lægra volumei (togar út annann volume takkann) hann er ekki nema 10 vött og það á sér stað alveg gríðarlega falleg lampacompressjón á toppnum sem mýkir tildæmis hljóminn úr single coil pickuppum töluvert upp.
Svo eru output lamparnir í honum Sovtek El84M sem gefa örlítið meiri miðju heldur en aðrir lampar sem ég prófaði og preamplamarnir eru einhverjir litlir skrattar sem voru framleiddir fyrir bandaríkjaher.
Það er líka komin í hann ný reverbpanna með stuttum gormum sem gerir það að verkum að þó maður sé með reverbið í botni þá drukkna ekki arpeggíur og stuttar nótur í endalausum reverbhala, mér finnst það sánd mun nothæfara en td reverbið í gömlu Fendermögnurunum sem maður gat aldrei notað nema fjórðunginn af því annars hljómaði gítarinn eins og hann væri tekinn upp inní íþróttahúsi fullu af glerplötum.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..