Gleymdi alltaf að monta mig af fyrsta stratinum mínum.;)
Eins og titillinn gefur til kynna er þetta japanskur strat smíðaður 1985.
Hann er akkúrat smíðaður á þeim tíma sem Fender ákváðu að spýta hressilega í lófana hvað varðar fyrri frægð og gæði. Þetta er stuttu eftir að CBS seldi Fender til manna sem höfðu það að markmiði að endurreisa fyrri metnað sem einkenndi Fender fyrir CBS tímabilið (1965-1984 mynnir mig)
Fyrstu ár endurreisnar-tímabilsins voru eiginlega allir Fenderar smíðaðir í Japan, á meðan ný verksmiðja var að rísa í Fullerton USA.
Þessir hugsjónarmenn ákváðu að kaupa original ´54 stratocaster og sögðu japönunum að “svona viljum við smíða gítarana okkar”.
Þeir í Japan hófust handa, gerðu nákvæma eftir líkingu og þeir sem þekkja til Japanskra Fendera frá þessu tímabili vita hvað ég er með í höndunum.
Einn starfsmaður Fender í USA sagði eitthvað á þessa leið þegar fyrstu gítararnir fóru að berast til USA; “Við vorum dolfallnir yfir gæði þessara gítara og meira að segja einn starfsmaður til margra ára táraðist og sagði að þetta væri það sem Fender hefði átt að gera öll þessi ár” (eftir CBS).
Einmitt svona eintak er ég með í höndunum og hann gefur mörgum USA týpum nú til dags ekkert eftir, gefur þeim eiginlega bara puttann:)
kveðja Gunni Waage
"To me a guitar is a guitar and they need to be played. Not be in museums or treated like holy relics." ~Joe Bonamassa~