Það er mjög lítið sustain í svona gítörum en á móti kemur að það er gríðarlega fallegur tónn úr pickuppunum og svo auðvitað líta þeir út eins og þeir hafi verið smíðaðir hjá Cadillac verksmijunum á þeim tíma sem bílar voru ennþá fallegir í laginu.
Kántrí, djass og rokkabillí er mússikin sem þessir gítarar steinliggja í en þeir bregðast líka ágætlega við smá overdrivei og hljóma fjandanum betur í gegn um rétta magnarann.
Ég er samt eiginlega alveg viss um að ég fái mér aldrei aftur svona gítar, þetta er miklu meira hljóðfæri heldur en verkfæri ef það meikar einhvern sens.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.