Fólki líkaði mjög vel við myndina sem ég sendi hérna inn um daginn af gítarnum mínum. svo ég áhvað að senda inn eina betri og koma með smá sögu og lýsingu um gripinn.
Þegar að ég var í 7 bekk ösnuðumst ég og vinur minn í að smíða gítar búk úr krossvið. Sá gítar átti að heita ibanender (fender+ibanez). Seinna um mundir komumst við að því gera eitthvað svoleyðis væri tímasóun þá hætti vinur minn í honum og ég líka en í 9 bekk var ég spurður hvort ég vildi ekki gera annan í smíði. Ég gerði það og fékk þar hlyn til að gera búk. En ég var ekkert svo magnaður gítarsmiður og átti ekki réttu verkfærinn í háls. Ég leitaði af einum squier gítar til að fá háls og rafkerfi og setti það í. seinna fræsaði ég fyrir rafkerfið og vasan fyrir hálsinn. Sprautaði hann hvítan og var þá á þeim tíma með hvít drasl pickguard úr squiernum. Ég fór svo með gripinn til gunnar arnars gítarsmiðs til að skoða hann ég sá það að hann hafi búið til gg flott pickguard sem ég varð að fá og fékk það til að setja á gítarinn :D og svona kom hann út
hér eru smá specs
búkur: maple
pickuppar: squier
háls: maple
fingraborð: rósaviður
bönd: 22
skalar: 25.5” (648 mm)
í komandi tíð mun ég svo klæðskera hálsinn fyrir mig.