Það sést langar leiðir að þessi gítar á myndinni er ekki Gibson. Headstockinn minnir mig á Guild, en ég ætla samt að segja sem minnst.
Veit að hann var með helvíti nettan hvítan Ibanes Les Paul lawsuit gítar einhvern tímann, annars hef ég lítið stúderað græjurnar hjá Jónsa, enda hljómsveitin tæplega minn tebolli.
Bætt við 18. maí 2008 - 01:26 Ibanez átti þetta að sjálfsögðu að vera.
Ég veit ekki mikið um Sigur Rós, en mér sýnist þetta vera Yamaha gítar. Ég gæti verið að segja einhverja vitleysu, en ég man að á einhverjum tónleikum hjá þeim var hann spilandi á Yamaha gítar svipuðum þessum í útliti. Ég man samt ekki hvaða gerð af Yamaha þetta er.
Það kom grein um gítarana hans í Mogganum einhverntíman. Hann hefur fengið einhverja gítarsmiði til að breyta þeim öllu og gera þá “sérstaka”. Annars er ég viss um að þetta sé Yamaha gítarinn hans.
Þessi gítar sem hann er með á þessari mynd er handsmíðaður.
Þegar þeir voru á tónleikaferðalagi fyrir einhverjum árum bauð einhver aðdáandi þeim heim til sín í kaffi og þar gaf þessi aðdáandi jónsa gítarinn. Fáránlega fallegur gítar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..