Þetta Akai apparat er bassasynth er það ekki? Ég hugsa að næsti pedali sem ég kaupi verði svona Electro harmonix delay, er það ekki alveg gjörsamlega málið?
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.
EHX delayinn er alger snild, gjörsamlega elska þennann effect, ótrúlega skemmtilegt að geta loopað allt að 30 sek looper og overdubbað það með delay stillingum sem er á hazarai-inum (semsagt þú getur notað delayinn og looperinn bæði á sama tíma).
Klárlega málið að fá sér svona Hazarai ef menn vilja góðann delay sem bíður uppá svakalega skemmtileg sound. :)
Ég er einmitt að fara að kaupa mér delay pedal, einhvern fjölhæfan og góðan væri málið. Vil náttúrulega alls ekki að hann trufli natural hljóðið líka í ampinum.
Er þessi að gera sig segirðu? Ég þekki ekkert inn á hann. Fór í Tónastöðina í dag og var bent á 35 þúsund króna Line 6 delay pedal.
Nei ég bjó til rásina fyrir Fuzz-inn í bassa rigginu sjálfur (þannig það er ólíklegt að þú finnir eins fuzz og þennann) og bjó til þann effect alveg frá grunni.
Sama með Looperinn í gítar rigginu bjó hann til alveg frá grunni (nema hvað að það er engin rás í honum þar sem hann er bara mjög basic).
Skoðaðu bara YouTube fyrir Hazarainn. Hann er svo allt öðruvísi heldur en Boss delayinn er. :-) ég skoðaði þetta videó og það lýsir þessum effect mjög vel (það lét mig allavega falla fyrir þessu):
allt í lagi, fannst þetta bara eitthvað svo fáránleg spurning. Ég meina ef hljóðfæraverslanir selja langar “jack” snúrur afhverju ekki þá stuttar líka?
Bætt við 3. mars 2008 - 23:41 afsakið http://youtube.com/watch?v=pKbtNvXJtfE þetta er eina videoið sem ég fann með Memory Man sem er þarna. Eina það sem var verðugt að horfa á.
Keypti hann fyrir tveimur árum útí glasgow þannig ég man ekki hvað hann kostaði.
Held samt að Whammy kosti undir 20 þús í dag.
Whammy er samt næstur til að fljúga af brettinu hjá mér, ætla að skipta honum út um leið og ég finn einhvern annann “skemmtilegri” pitch shifter. Þar sem Whammy er einstaklega digital effect og það er ekki vottur af true bypass í honum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..