Ok svona til að einfaldaþetta aðeins þá tók ég þessa mynd á laugardaginn. Smelli bara safninu upp í sófa og smellti af. þá vorum við að prófa magnarakittin sem eru ofaná. það á eftir að smíða utan um þau hausa. Þannig að spekingar látið nú á reyna. Þetta eru 5 magnarar og soldið miservitt að kveikja á því hvað þetta er. Allavega var verulega gamann að prófa og verulega ólikur karakter í öllum þessum mögnurum.
Allavega spekingar skjótið á þetta, látið vaða!! Einhver hlýtur að þekkja einhverja þarna :-)
Ég er einmitt að leita mér að magnara í Hardcore/postcore pælingar, og það væri ekki verra ef það væri hægt að ná frúsíante single coil sándi einnig úr sama magnara og mér datt í hug að skoða jcm2000 dsl100?
Frábær magnara. Er að vísu með dsl 50 sem mér finnst mun skinsamlegri. 50 dugar. Dvisil Zappa spilaði með hann í hafnarhúisinu en Steve Vai með boxið og 50 watta haus! Hef enn ekki þurft meira. var að vísu með 2 4*12 box undir mesunni í íþróttahúsi og var að keyra á ca 6-7.
DSl er rosalega fjölhæfur. Lækkaði í biosinum og guttinn er oft með EQ í loopunni.
skoðaðu Marshallampforum.com ef þú ert að pæla í DSL
Allavega þá eru þetta helstu vinnuhausarnir, svo er þetta bara spurning um smekk á soundi :-)
Þetta er ekki auðveldur fender og ekki verið í framleiðslu árum saman. Skemtilegt svona surf sound úr honum. 6L6 lampar og valkostur að nota 2 lampa en ekki einn eins og þarna í Rectifierinn.
Já, það væri gaman að heyra í þessum græjum. Eru þetta vönduð kit? Góðir íhlutir? Veistu hver framleiðir spennana? Ég væri til að að prófa Overtone Special kittið.
Við vorum 4 að figta. Ég Snorri gitarleikari Lame Dudes og strákarnir mínir Iggi í Hughrif og Hallli í Pink Rosewodd. Ég hef aldrei þolað Fender drive sound. Vil meina að það standi á síðu 2 í fyrstakaflarokkhandbókarinnar að fenderdrive sökki! Þessi fender kom mér rosalega skemtilega á óvart. Bæði svona einhvað surftvang í kleesoundini og bara fínt drive. Enginn Marshall en bara flottur.
Notuðum snobbgitarana. Fender usa með Alcino keramic pu Gibson Les paul Custom með Seymore Duncan pu PRS Mcarty 10 top með stock pu Fernades strat em hotrails ofl pu.
Það verða tekin fleirri kitt með vorinu. það var að vísu ákveðin slysahætta á ferðinni, ef Snorry hefði brosað tommu meira þá hefði hann brosað hringinn og toppurinn dottið af :-)
Soldið gaman að vera með svona ólika magnara. EL 34 EL 84 og 6L6 kraftlampa. Allir frábærir á sinn máta.
Annars eru einhverjir hér á vefnum sem ná öllum þessum soundum með mismunandi stillingum á tölvuhermunum :-) Sem eru svo sem fínir til síns brúks allavega er það ekki jafn ervitt fyrir veskið!
Bassmann og Vibroinn koma orginal með karftlömpunum lárettum, til að búa til pláss í comboi. Þessi kom altaf svona lóðréttur. Annars eru 2-3 típur sem líta eins út svo ég geri ekki mun á milli þeirra.
Skondið að ekki sé komið nafn á litla komboið og marshallinn þar sem ég hélt fyrirfram að það væri lang auðveldast :-)
Hélt að þetta væri eini F 50 hausinn á klakanum og clonin væru ervið en það kom srax , þa er Vox og Fender :-)
Þú getur smíðað svona kitt án nokkurrar rafmagnsfræðiþekkingar. það sem þú þarft að geta er að kunna á lóðbolta og geta mælt það sem þú ert búinn að gera og svo hitt að geta lessið teikningar. Síðan er hægt að kaupa svona í öllum útfærslum. Tilbúið og samansett eða allt laust eða bara eftir því hvað þér hentar. Eina sem menn þurfa að passa er að það eru einhver þúsund volt áferðinni um lampana og þeir geta gefið mikinn straum í smá tíma eftir að þeir eru teknir úr sambandi.
Allvega svona eins og þegar maður var að modda ps2 tölvurnar minium soldering skilrequiered !
Þetta er ekki flókið. Set kannski seinna inn myndir af botnunum.
Ætli það sé ekki flóknara að smíða fallegan kassa !
Jæja þá ætti þetta ekki að vera neitt mál :D það er nú minsta mál í heimi að lóða svo ef maður lendir í vandræðum þá fer maður bara til pabba sem er rafvirki :D
gætirðu bent mér á einhverja svona sniðuga kitt síðu ?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..