Já ég er kominn með mjög góðar upplýsingar. Er búinn að tala mikið við mann í USA sem gerir Clone af þessum mögnurum hann er búinn að segja mér alveg heilmikið. Er kominn með teikningar og þar af 3 sem hafa verið prufaðar og eru víst ansi nálægt orginal, kominn með layout, partaupplýsingar. Er að vinna í þessu er að bera saman fullt af teikningum og týna til það sem er sameiginlegt með öllum og svo er oft mismunandi stærðir á íhlutum á milli teikninga. Er kominn með alveg staðfesta teikningu af Power supplyinu, phase inverternum og kraftmagnararásinni. Eina sem er mismunandi á milli teikninganna eru tonestackarnir og overdrive rásin. Er núna að reyna að komast að því hvaða stærðir Dumble notaði.
Ég var að spá í að halda úti lítilli vefsíðu þar sem fólk gæti fylgst með projectinu þegar ég byrja. Verður örugglega ekki einfalt að koma þessu kvikindi saman.
Langar mikið í Dumble en maður þarf að vera fjandi ríkur ef maður yfir höfuð getur fundið þá.