Ég átti svona Explorer nema að minn var kirsuberjarauður, virkilega fínn gítar en handfangið á töskunni sem fylgdi honum var á alveg fáránlegum stað upp á balansinn að gera og endaði á að rifna af öðrum megin, þessir gítarar hljóma alveg hræðilega vel, ég mæli með að þú prófir að stilla kvikindið í opinn e hljóm og spila á hann með slædi ef þú hefur ekki prófað það, sick helvítis sánd.
Vinur minn átti svona Ibanez nema að hans var með viðbjóðslegri ömmugardínuáferð, eitthvað hryllings blómamunstur minnir mig, þetta handfang er auðvitað alveg út í hött og mig minnir að það hafi verið svo mikið outputt úr pickuppunum að magnarinn hans hafi ekki höndlað það.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.