Jamm, ég hef prófað slatta af Les Paul gítörum og átt Gibson Explorer og þeir hafa alltaf verið frekar í þyngri kantinum en þessi er léttari en margir kassagítarar.
Þetta er svakalega skemmtilega hljómandi gítar, þar spilar inn að hann er að hluta til holur að innann og er ekki lakkaður, hann hljómar æðislega frá því að vera tiltölulega hreinn upp í ca ACDC drullu en ég hugsa að hann höndli ekki vel mjög high gain magnara, gæti trúað að það myndi koma of mikið feedback út af því að hann er holur að innann en ég hef samt ekki prófað hann í svoleiðis magnara þannig að ég er bara að giska, það er alveg ofboðslega bjartur tónn í honum og hann hljómar mun minna “mattur” heldur en þeir Les Paul gítarar sem ég hef prófað fram að þessu, ég mæli algjörlega með þessu hljóðfæri fyrir þá sem eru td vanir Fender sándinu en eru að leita að aðeins “þykkari” hljóm.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.