Græjurnar á myndinni eru frá vinstri til hægri: 1950 og eitthvað Fendermagnari, Musicman 212 130 vatta magnari, Pignose magnari, svartur Morris rafmagnsgítar með Floyd Rose, 2 ævafornir Fender Stratocasterar, Harmony Hálfkassagítar, 2 kassagítarar (annar þeirra var Suzuki kassagítar, man ekki hvað hinn var) Aria ProII Les Paul eftirlíking, Yamaha bassi, Japanskur Fender Stratocaster, Gibson ES 335. á bakvið þá eru 2 seventís Marshallstæður.
Á gólfinu liggja 2 Hofner bassar og alveg hellingur af effektapedulum frá Boss og Morley.
Við meðleigjandi minn lögðum frekar lítið upp úr hefðbundnum lífsgæðum og það voru engin húsgögn í stofunni hjá okkur önnur en einhverjir púðar til að sitja á, en hey? Hver þarf svosem sófasett anyway?
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.