Steel guitar er kjöltustál, það er allt annað kvikindi en þetta.
Steel Guitar er lagt á td borð og spilað á það með því að renna stálbita eftir fingraborðinu.
Þetta er Dobro, og kringlótta járnlokið á framhliðinni heitir Resonator, undir því liggja einhverjar járnskífur sem ég kann ekki skil á en tilgangurinn með þeim er að magna upp hljóðið í Dobróinu.
Þessir gítarar voru hannaðir fyrir tíma rafmagnsgítarana með það fyrir augum að það væri hægt að nota þá til að spila á háværum krám en að það heyrðist samt í þeim.
Almennilegt svona Dobró er alveg gríðarlega dínamískt eftir því hversu fast er spilað á það, hljóðið spannar allann skalann frá fallegu hvísli upp í öskrandi hávaða.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.