Þegar þeir eru allir taldir saman þá hef ég verið í hljómsveitum með amk 15 til 20 trommuleikurum, þar af voru bara tveir sem voru ekki að djöflast á settunum á milli laga, bara einn af þessum var náungi sem ég meikaði að umgangast utan hljómsveitarinnar.
Kannski var ég bara svona óheppinn eða kannski er ég bara sjálfur svona erfiður í umgengni en núna forritum við alla takta og fáum bara trommara til að koma og spila inn á þau lög sem okkur vantar lifandi trommur í.
Ég er að fást við danstónlist en ef ég væri að búa til blús, djass eða rokktónlist þá myndi ég tvímælalaust hafa trommara í bandinu, trommuheilar/forritaðar trommur í þessháttar tónlist eru virkilega óviðeigandi.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.