Svarið við því hvort ég þurfi þetta allt er nei,, en ég gæti ekki verið án þeirra núna ;)
Reyndar eru epiphonarnir að fara á sölu (fékk annan upp í Gretsch gítar sem ég var að selja) þarf ekki tvo, þannig báðir eru falir og ég held þeim sem selst ekki.
En hvað varðar hver sé elstur og yngstur, þá skv. árgerðum þá er Fender Stratocaster Plus gítarinn elstur, frá ´89 en Vínrauði Epiphone-inn nýjastur.
En sá gítar sem ég er búinn að eiga lengst af þessu er Fender Telecasterinn, keypti hann nýjan 14 ára gamall (er 25 ára núna). Síðan keypti ég svarta Gibsonin ´98 frá Bandaríkjunum (var nýr þótt hann sé ´95 módel) þannig ég er búinn að eiga suma gítara nokkuð lengi, en hinir eru búnir að koma á síðustu árum í hendurnar,,, Epiphone-arnir allra nýjustu.