Já hér má sjá tvær mjög lélegar myndir samsettar í eina af fullt af gítardóti.
Þetta eru myndir úr koppunni þar sem fyrra sessionið í upptökum af væntanlegri plötu Lödu Sport var tekinn upp.
Þarna vorum við að taka upp gítar og ýmis skemmtilega hluti og má sjá að það var nóg af effectum og gíturum að velja úr, magnararnir voru svo í öðru herbergi við hliðiná og svo sést ekkert í tölvuna og það dót sem notað var í að taka upp allt klabbið.
Gítararnir sem sjást þarna á myndinni eru (frá vinstri til hægri):
- Ljósblár Fender Telecaster MIM
- Viðarlitaði Yamahainn minn
- Blár Gibson Blues Hawk
- Ljósgrænn Fender Jazzmaster
- Danelectro Silvertone (glymer gítarinn hans Stefnis)
- Rauður Fender Strat USA
- Viðararlitaður Fender Strat MIM
Ég nenni nú ekki að telja upp alla effectana svo bara spyrja ef þið viljið vita eitthvað.
Platan hjá Lödu Sport kemur út þann 9. júlí 2007 og mæli ég eindregið með þeirri plötu.
Þanngað til er ágætt að hlusta á lögin sem komin eru á www.myspace.com/ladasport