Ég legg til að þú reddir þér svörtum tússpenna og teiknir lítinn hring í miðju skinnanna þinna, sérstaklega snerilskinnsins.Gott er að miða við það að radíus hringsins sé 5 cm.
Svo legg ég til að þú æfir þig í því að slá _alltaf_ innan hringsins, sama hversu flókna, hraða, eða fasta takta þú ert að spila. Einbeittu þér jafnvel meira að því að hitta í miðju hringsins heldur en að spila taktinn sjálfan.
Það er mun mikilvægara en þú heldur að slá ávallt á miðju skinnsins (ekki það að ég geri það, en þetta kemur). Ekki nóg með það að þú fáir ávallt sama rebond í hverju slagi (meira rebound eftir því sem þú nálgast rim trommunnar) heldur færðu ávallt sama tón. Þetta er mikilvægt við t.d upptökur. Að spila ávallt á miðju skinnsins er einfaldlega ávísun á betra trommusound.
Enn frekur myndi þetta stuðla að minna kjuðabroti hjá þér. Kjuðar eru ekki beint ódýrir hérna þar sem ég bý (engin hljóðfæraverslun, kaupi kjuðana mína í Hamraborg, okursjoppu hérna á Ísafirði, á 1200 kall parið eða svo) svo þetta hefur minnkað álagið á budduna talsvert hjá mér.
Að lokum vil ég benda á að ef þú ferð eftir mínum ráðum, þ.e.a.s. hringaföndrið með sirkli og tússpenna og tilheyrandi stússi, endilega minnkaðu hringinn þegar þú færð þér ný skinn, ef þú ert á því að halda hringjunum á nýju skinnunum.
Þetta þvingar þig til að byggja upp finesse í spiluninni sem gerir ekkert annað en að hjálpa þér seinna meir. Enn fremur stuðlar þetta að lengri endingartíma skinnanna þínna, og þá sérstaklega floortom skinnanna. (þar sem þau eru oftar en ekki mun slakari en restin af skinnunum).
Vona að þetta hafi hjálpað. Ef þú hefur einhverjar sp. sendu mér þá bara pm.