Ég er alveg pollrólegur, þetta kom kannski frekar hranarlega út úr mér, ég biðst fyrirgefnignar á því að þetta skuli hafa farið svona fyrir hjartað á þér.
Ég er búinn að sjá videoið og settið soundaði alveg ballhæft. Þegar ég var að setja út á teipið þá meinti ég einfaldlega að þú ert að drepa trommuna með því að setja teip á hana.
Einu professional gaurarnir sem ég hef séð nota eitthvað teip af viti eru gaurar sem teipa snerilinn sinn í klessu því þeir annaðhvort vilja ekki nota “gate” á hann eða vilja gjörsamlega steindautt snerilsound.
Auðvitað fór ég aðeins út fyrir strikið með því að lýsa áliti mínu um teipaðar trommur svona, en það er einfaldlega staðreynd að tromma getur aldrei hljómað jafnvel með teipi og án þess, sama hvaða tónlist þú ert að spila.
Þú heldur að ég hafi verið að skíta yfir settið en það er ekki rétt. Þetta er gullfallegt sett, fyrir utan límböndin að mínu mati. Ég var einungis að setja útá þau. Hinsvegar væri ég glaður til í að koma og taka í það hjá þér einhverntímann en eina vandamálið er að ég á heima á Ísafirði.
Hvað viðkemur því að professional gaurar teipi toms hjá sér, það hef ég næstum aldrei heyrt um. Ég hef hinsvegar heyrt um að þeir gate-a tomsirnar alveg niður í bein svo þú virðist vera að fá sama effect og límbandið gerir, nema hvað að tromman dempast ekkert, heldur köttar gate-ið á hana eftir X mikinn tíma.
Svona í lokin verð ég enn og aftur að biðjast fyrirgefningar á mikilmannslegri og grobbaðri framkomu minni, ég á það til að líta pínu stórt á mig og tala í samræmi við það, sérstaklega við fólk sem ég þekki ekki og hvað þá á netinu.
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikið inni í metaltrommuleik, ég hlusta einungis á þannig tónlist, spila alls ekki mikið af henni. Sérsviðið hjá mér (í augnablikinu) liggur í tækni, groovi og talningu svo ég er ef til vill ekki besti maðurinn til að vera að krítísera þetta teip þitt.