Ákvað að smella inn mynd af elstu gítörunum (fyrir utan bassann) sem ég á en þeir eru:
Ibanez JEM 777VBK ´89 módel.
Fender Stratocaster Plus ´89 módel.
Er búinn að eiga Ibanezinn í þónokkurn tíma en var loksins að taka hann almennilega í gegn og stilla hann eins og ég vill hafa hann og redda mér sveifinni fyrir Floyd rose-ið þar sem hún fylgdi ekki með þegar ég keypti hann.
Fenderinn var ég eignast í þessari viku og hef lengi langað í Plus útfærsluna (er samt veikari fyrir Tele Plus) og ég er að fíla hann í botn. Mjög þægilegur hálsinn á honum og skemmtilegt sánd í Lace Sensor Gold pickupunum, pínu þurrt að vísu en það er bara gott upp á að hrúga effectum í signal keðjuna. ;)
Síðan er hann með Hipshot tremsetter búnaði í tremolo-inu sem ég á eftir að kynna mér betur upp á að stilla þetta sem best.