Þetta er mitt nýja dót, Nord Stage keyptur á 239.000 kr. í Tónastöðinni. Ég get alveg setið við þetta í 3 tíma og fiktað án þess að hafa nokkra hugmynd um hvað í andskotanum ég er að gera.
Allavega af þeim síðum sem ég hef skoðað þá er það dýrara. Þetta er náttúrulega sænskt hljómborð og ef maður pantar það frá USA þá er það dýrara en annað sem framleitt er í USA.
Bætt við 14. janúar 2007 - 22:08 Þetta er allavega það sem ég held.
Það tekur tíma að læra á svona hljómborð, endalausir möguleikar að stillingum. Enda fékk ég það líka bara í miðvikudaginn og Andrés í Tónastöðinni sagði að það tæki nokkra mánuði að ná góðum tökum á þessu.
Maður fer í tónlistaskóla, og tekur alltaf eitt stig í einu á hverju ári, ef maður er tilbúinn til þess. Alls eru 8 stig fyrir hvert hljóðfæri og þegar maður hefur náð 8. stigi er maður útskrifaður úr tónlistaskólanum.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..