Ég á Washburn USA Custom Shop sem er með Buzz Feiten . Hann heldur stillingu vægast sagt mjög vel.
Persónulega finnst mér að þessi trúarbrögð um það hvaða gítarframleiðandi sé mestur og bestur séu í 90% bara bull. Best að prófa hljóðfæri, ef það er ömurlegt þá er það ömurlegt og ef það er gott hljóðfæri þá er það gott hljóðfæri, sama hvað merkið segir… Það eina sem þetta merkjahór hefur til síns máls er að það eru meiri líkur á að finna gott hljóðfæri í fáum tilraunum frá “góðu” framleiðendunum. Heyrði einu sinni nokkuð gott máltæki, sem á ágætlega við þennan málaflokk (fyrir utan náttúrlega að það er verið að tala um önd… :): “Ef það kvakar einsog önd, lítur út einsog önd og hegðar sér einsog önd, af hverju ekki að koma fram við það einsog önd?”
Hvað varðar þessa mynd frá þessari japönsku hljóðfærabúð, þá get ég ekki séð hvernig það á að vera minnsti séns að sjá hvað stendur á nema kannski hugsanlega 1/5 af hljóðfærunum þarna, og þó vissulega sé það rétt að það hafa verið framleidd léleg hljóðfæri í Asíu þá þýðir það ekki að hin 80% af hljóðfærunum sem ekki sést hvað heita á myndinni séu drasl… (semsagt way to go á overstatement-unum strákar :)