þetta er frekar svipað rafmagnstrommusetti. Þú tengir þetta bara við tölvu og forritar hvern kassa við eitthvað ákveðið hljóð (með forritum eins og td. reason eða ableton live). Þá geturðu verið með einn kassa sem að er bassatromma, annan sem er snerill og eitthvað svona, síðan geturðu bætt alskonar effektum á þetta.
Þú getur skoða þetta video
http://www.youtube.com/watch?v=-7KKrpLE1JY hann er síðan með svona lítinn við hliðina á sem að hann notar til þess að skipta um sound bank til þess að fá fleiri hljóð. Það getur verið helvíti gaman að nota svona, en maður þarf líka að eyða smá tíma við tölvu að forrita þetta allt og fá réttu hljóðin. Það ætti að vera hægt að fá þetta á íslandi annaðhvort þá í rín,hljóðfærahúsinu eða tónabúðinni.