XK8 Hammondinn er klassagræja. Ég fíla hann ótrúlega vel og til að mynda miklu betur en Nord Electro. Sjálfur er ég þó hrifnari af Korg CX3 sem mér finnst vera besta Hammond clone sem ég hef prófað. Ég átti svoleiðis græju í 4 ár og dauðsé eftir að hafa selt hana:(
Kennir manni það að maður á aldrei að selja hljóðfæri.
Þetta orgel mun ég t.d aldrei selja. Farfisa 6050 sem er búið að setja orginal Leslie box inní. Með tveimur mögnurum, einn fyrir cheesy Doors hljóm og einn fyrir feitan Leslie hljóm. Þessi græja er handsmíðuð skv. teikningunni af henni árið 1967. Fékk staðfest af mesta Farfisa gúru í heimi að það væru ekki mörg svona til.