Fólk er víst soldið skotið í þessum Ltd gíturum með floyd rose, og svo eru ibanez líka góðir.
En ef að þú ætlar að fá þér gítar með floyd rose þarftu að spurja þig tveggja spurninga.
- Ertu nógu þolinmóð/ur til að læra almennilega á þetta.
- Nenniru að standa í veseni þegar þarf að skipta um strengi.
- Og viltu einskorða þig við eina stillingu á gítarnum (Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt að breyta um stillingu, en það er þó nokkuð mál).
Ég átti Ibanez RG 350EX. Frábær gítar í alla staði, fílaði hann í tætlur en það var alltaf eitt sem ég þoldi ekki við hann, og það var þetta F***´n Floyd Rose. Og það endaði með því að ég seldi hann bara.
Þannig að ráð mitt til þín er að fá svona gítar með floyd rose lánaðann áður en þú kaupir þinn eiginn.
Og ég mæli nú bara með því að þú fáir þér bara e-ð sem er ekki með floyd rose :) því að mín reynsla af þessu er að þetta er alveg skemmtilegt og alveg ágætis dægradvöl, en þetta er rosa vesen til lengri tíma og ef þig langar að experimenta með gítarinn og prufa allskonar stillingar.
Mæli nú bara með Epiphone Explorer ef þú ert að leita að þessu “lúkki”, en passaðu þig á þessu Floyd Rose-i :)
Danni Kveður :)