Ég myndi giska á… Nei.
Þetta er líklegast gítar fyrir smákrakka. Ég hef því miður mjög slæma reynslu af svoleiðis.
Litli frændi minn fékk eitthvað svona rusl í jólagjöf eða eitthvað álíka, veit reyndar ekki hvaða merki það var. En gítarinn var í kássu, actionið var svona 2 cm hátt, grínlaust. Ég gat komið puttanum fyrir og meira til á milli hálsins og strengjanna.
Svo var hann innbyrgðist afstilltur, ég reyndi að laga það með ekki miklum árángri en þó smávægilegum. Svo þegar ég var að reyna að stilla hann í rétta stillingu þá slitnuðu strengirnir bara afþví að spennan var orðin svo mikil. Það var s.s. ekki hægt að stilla hann í rétta stillingu einusinni.
Auk þess var hálsinn við það að detta af, hann var farinn að halla frá bodýinu vegna álagsins. Þetta var bara algjör skítur!
En hinsvegar veit ég ekki hvernig Epiphone standa sig í svona hljóðfærum. Eflaust betur myndi ég segja, en samt veit ég ekki hversu gott yrði að kaupa svona.
Ef þetta er fyrir smákrakka þá er þetta kannski ágætt, í réttum stærðarskala fyrir krakkann. En annars ekki.