Myndasýningin heldur áfram. Þetta er gullið mitt, ef húsið væri að brenna og ég hefði tíma til að bjarga einu hljóðfæri væri það þessi. Sænskur Hagström 12-strengja kassi, kominn vel til ára sinna, faðir minn man ekki nákvæmlega hvaða ár hann er keyptur en það er fyrir 1980 allaveganna. Lakkið er orðið ansi þunnt á honum og hann ber þess merki að hann hafi verið notaður en hann gæti verið bleikur fyrir mér, sándið er himneskt og hann er með lægsta action sem ég hef komist í án þess að buzza nokkurstaðar.
Algjör gullmoli.