Ég er búinn að eiga einn “alvöru” explorer í mörg ár og kann mjög vel við hann. Ef þú hefur hitt á gott eintak af Epiphone þá áttu eflaust eftir að verða mjög sáttur.
Þetta er að mínu mati mjög þægileg hönnun á gítar, bæði til að spila á sitjandi og standandi, en það eru alls ekki allir sammála mér, mörgum finnst aftari vængurinn vera fyrir.
Hljómurinn úr Gibsoninum er unaðslegur, mikill bassi og miðja sem gefur kröftugt rhytmasound, og gott eintak af Epiphone ætti að vera svipað, þótt hugsanlega séu pickupparnir ekki þeir bestu..
En ég efast ekki um að þú verðir ánægður með apparatið. :)