ég hef lengi verið fanatic af PRS gítörum og hef alltaf ætlað að kaupa mér einn slíkann. Var það það þá alltaf ameríska útgáfan sem var eina vitið. Svo eftir að hafa prófað og skoðað og varið allar mínar kannanir frá öllum hliðum á þessum gítörum komst ég að því að ekki var það neinn rosalegur munur á austurlensku og amerísku (kræst hvað ég á eftir að vera fleimaður). Þannig að ég keypti mér einn PRS SE standart. Og fyrir 50 þús kall er ég að fá fáránlega fucking gott hljóðfæri. Þannig by all means fáðu þér þennan custom….en ég myndi hafa hann með hardtail, tremolo brúin er ekki allveg minn kaffibolli.Því ég vil henda honum upp og niður í tjúningum.
En þú ert ekki að gera mistök með því að kaupa þennan. Ef þú ert með fleiri spurningar endilega spurðu ;)