Ég var beðinn um að senda mynd af safninu….. eiginlega alveg vonlaust að koma því fyrir á einni mynd þannig að þetta mun poppa inn eitt í einu held ég.
Byrja bara á nýlegasta gripnum, 2005 módel af G&L Legacy sem ég lét sérpannta fyrir mig í Tónastöðinni. Hvítur með kremaðri pickguard, stock pickuppar sem eru hannaðir og framleiddir af Seymour Duncan sérstaklega fyrir G&L, alnico 5 segull með vintage single coil sándi, mjög bjartir og hafa mikinn karakter. Miðju pickuppinn er reverse wound þannig að þeir eru noisless í 2. og 4. stöðu. Partý písið er samt fyrir mitt leyti gullfallegur Birdseye háls sem samsvarar sér mjög vel með kremaðri plötunni. Hálsinn er í þykkari kanntinu og frett böndin örlítið í hærri kanntinum sem gerir það að verkum að það er mjög gott að benda strengina, hálsinn bíður líka uppá mjög lágt action sem er gott :)